Höfrungur 1
Höfrungur var smíðaður á Akranesi 1929 og var í eigu HB þar til hann slitnaði frá bryggju í Lambhúsasundi 1946 og rak upp í kletta. Gert var við bátinn og hann seldur til Færeyja þar sem þessi mynd er tekin. Ástvaldur Bjarnason var lengst skipstjóri á Höfrungi. Þetta er fyrsti báturinn sem hét Höfrungur. Báturinn hefur í mörg ár verið gerður út í Færeyjum þar sem þessi mynd er greinilega tekin. Hann heitir Barskor og er notaður til flutninga á pósti og farþegum til og frá Klakksvík. Báturinn er nokkuð breyttur frá upphaflegu útliti þegar hann þjónaði sem fiskibátur á Akranesi. En honum er vel við haldið.
Efnisflokkar