Um borð í Hefnu MB 93

Jóhannes Sigurðsson (1895-1981) á Auðnum, Vesturgötu 46. Báturinn er Ásmundur AK 8, Þórður Ásmundsson hf keypti hann frá Svíþjóð eftir stríð og Jóhannes var fyrsti skipstjóri á honum.Jóhannes fæddist 3. mars 1895 á Bræðraparti og lést 1981. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson, formaður, fæddur í Háuhjáleigu, og Guðrún Þórðardóttir frá Bræðraparti. Kona Jóhannesar var Guðmunda Sigurðardóttir, fædd á Innra-Hólmi og börn þeirra voru (Þuríður) Alda, búsett á Akranesi, (Guðrún) Sjöfn, búsett á Akranesi, Sigurður, d. 1951, Emilía (Líndal), d. 2001 og Selma, búsett í Reykjanesbæ. Jóhannes varð sjómaður 10 ára með föður sínum, fór á skútu 15 ára og var um skeið formaður á sexæring á haustvertíðum. Háseti varð hann á mótorbátum og formaður 1921. Hann fékk smáskipapróf 1930. Jóhannesi lánaðist vel, var skipstjóri á mótorbátum allt til ársins 1950 og reri frá Sandgerði og Akranesi á öllum veiðum. – Var m.a. með bátana Ármann, Víði, Ásmund og Þorstein. Frá 1950 stundaði hann ýmis störf og reri til fiskjar, m.a. á smábátum.

Efnisflokkar
Nr: 12495 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 oth00758