Leika sér að hornum
Anna Jóna Gísladóttir (1945-) og Þuríður Mýrdal Jónsdóttir (1945-2006) Eitt það helsta sem börn léku sér að í gamla daga voru skeljar sem fundust í fjörunni og ýmisleg bein eins og sauðaleggir, völur og kjálkar. Leggirnir og kjálkarnir voru yfirleitt hafðir fyrir hesta og kindavölurnar fé en kýrvölur fyrir kýr. Hornin voru líka vinsæl leikföng. Þau voru oft höfð fyrir sauðfé. Börnin áttu oftast bú einhvers staðar úti við, þar sem þau léku sér í alls konar búskaparleikjum. Texti af heimasíðu Sauðfjárseturs
Efnisflokkar
Nr: 42826
Tímabil: 1950-1959