Veitingar í fjörunni
Veitingar undir beru lofti í fjörunni við Hvammsvík. Bandarískir sjóliðar hafa nýtt sér veðurblíðuna og farið í land til að slaka á og gera sér glaðan dag. Vafalítið er hér um að ræða liðsmenn flotadeildarinnar sem ljósmynduð var á Hvalfirði 6. október 1942. Sjá má grilla í flugmóðurskipið Wasp og tundurspilli úti á firðinum. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)
Efnisflokkar
Nr: 29820
Tímabil: 1930-1949