Þorrablót Kvenfélagsins í samkomuhúsinu Bárunni 1951 (sem var byggð 1905/1906 og brann 1951) við [Nýjastíg / Hvalveg /] Bárugötu. Þorramatur í trogum. Takið eftir veggskreytingum sem Gréta Björnsson vann um miðjan fimmta áratug síðustu aldar, en Haraldur Böðvarsson hafði keypt húsið árið 1944. Það var Gréta sem m.a. sá um listskreytingar í Akraneskirkju, í Bíóhöllinni og á fleiri stöðum víðsvegar um landið Hérna megin við borðið, næst ljósmyndara, þekkjast þau fyrstu þrjú frá vinstri: Kristjana G. Norðdahl, Niels Finsen, Jónína Finsen, Hendrikka Ó. Finsen (með heklað herðasjal), Jón Sigmundsson og Karítas Finsen. Þau sem snúa að ljósmyndara við borðið næst "okkur" eru f.v.: Ólöf Guðmundsdóttir, Guðrún Einarsdóttir „á Neðri-Teig“, Ása Ó. Finsen, Ólafur B. Björnsson (1895-1959), Svava Ó. Finsen (1907-1995), Ingólfur Jónsson (1906-1977) og óþekktur. Við næsta borð situr Þorgeir Jósefsson með bakið í Ásu Ó. Finsen og gegnt honum er kona hans Svanlaug Sigurðardóttir. – Við hægri enda þessa borðs eru „f.v.“: Guðmundur Sveinbjörnsson (handan borðsins; með há kollvik) og við hlið hans er Halldóra Árnadóttir kona hans. Sá sem ber að hluta í Halldóru er Lárus Árnason (1910-1986) og við enda borðsins er Helena Halldórsdóttir (1916-2013), kona Lárusar. – Konan sem situr á milli Lárusar og Helenar er líklega Halldóra Halldórsdóttir. Handan við borðið sem fjærst er ljósmyndara og „nálægt“ hægri enda þess sjást Haraldur Böðvarsson (1889-1967). Ingunn Sveinsdóttir (1887-1969), Rannveig Böðvarsson (1924-2005), Magnús Guðmundsson (situr hérna megin við borðið og snýr sér til hálfs). „Í horninu“ er Hallgrímur Björnsson (1905-1978) (snýr að ljósmyndara) og við hið hans er Sturlaugur H. Böðvarsson.