Fyrri leikur Akurnesinga gegn Hamborgarúrvalinu

Mynd frá áhorfendum á Akranesvelli 30. maí 1954 af fyrri leik gegn Hamborgarúrvalinu sem lauk með jafntefli, 2 mörk gegn 2. 

Síðari leikurinn fór fram 4. júní á Melavellinum í Reykjavík og lauk honum með sigri Akurnesinga 3 mörk gegn 2. Frá báðum leikjum var útvarpað (síðari hálfleikur, Sigurður Sigurðsson íþróttafréttamaður) og má telja að slíkt færi fram frá Akranesvelli í fyrsta sinn. 

 

Efnisflokkar
Nr: 58905 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1950-1959