Akratorg

Styttan er á Akratorgi og er eftir Martein Guðmundsson (1905-1952). - Listaverkið var afhjúpað af Lilju Pálsdóttur við hátíðlega athöfn á sjómannadaginn árið 1967. Það var árið 1944 sem Marteinn mótaði frumkast sitt að höggmyndinni Sjómaðurinn. Nefnd, sem kjörin hafði verið til þess að reisa minnismerki sjómnna á Akranesi keypti verkið og lét stækka og steypa í eir í Noregi með stuðninig Akranesbæjar. Aðalhvatamaður að þessu verki var sr. Jón M. Guðjónsson, fyrrum sóknarprestur á Akranesi. Myndhöggvarinn Marteinn Guðbjartur Guðmundsson var myndhöggvari og teiknikennari. Hann var faðir Steinunnar Marteinsdóttur leirkerasmiðs.

Nr: 18079 Ljósmyndari: Árni S. Árnason Tímabil: 1980-1989 skb02882