Dælur á Sandi

Eldsneyti og vatn rann til skips undan eigin þunga, en dælustöðvar dældu eldsneyti upp í geymana og héldu uppi vatnþrýstingi til eldvarna. Ketilhús framleiddu gufu sem hitaði sigfljótandi í tönkunum. Myndin er tekin 3. ágúst 1942 og sýnir fjórar dísilknúnar dælur í dælustöð nr. 4 neðan við geymasvæðið. Dæluhúsið sjálft er ekki risið. Á firðinum má sjá herskip breska heimaflotans þ.á.m. orrustuskip og beitiskip ásamt olíuskipum sínum undan Hvítanesi. (Ljósmyndasýningin Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008).

Efnisflokkar
Nr: 29823 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949