Fyrsti traktorinn á Akranesi 1918
Fyrsta vélknúna landbúnaðartækið sem kom til Íslands 12. ágúst 1918. Undir stýri var Jón Sigmundsson (Vestur-íslendingur) en hann setti vélina saman og kenndi á hana. Til hægri var Jón Diðriksson frá Elínarhöfða eða Sveinbjörn Oddsson (1885-1965) (en hann vann á vélinni). Þetta var Avery-traktor með steinolíumótor og með tveimur strokkum flatliggjandi. Sjálf dráttarvélin var 16 hestafla olíuvél með ca 2 1/2 smál. á þyngd, 1.5 m. breið og 3.5 m. löng. Vélin dregur 3 plóga Kaupendur voru Þórður Ásmundsson og Bjarni Ólafsson frá Akranesi.
Efnisflokkar
Nr: 28246
Tímabil: 1900-1929