Akranes 1886
Hér má sjá myndina ólitaða
Teikning Magnúsar Ólafssonar verslunarstjóra af neðri hluta Vesturgötu. Í forgrunni vestan götunnar er Hoffmannshús (byggt 1882 og brann 1946) og brauðgerðarhús (síðar pakkhús) lengst til hægri. Við götuna litlu neðar er Halldórshús (byggt 1877 og brann 1963). Sunnar á sjávarbakkanum við Lambhúsasund sér í Nýjabæ og íbúðar- og verslunarhús Snæbjarnar Þorvaldssonar. Austan götunnar er Ráðagerði (byggt 1878-1883), Efri-Lambhús (byggt 1883) og steinbærinn Neðri Lambhús (byggt 1878). Myndin er teiknuð úr glugga Georgshúss
Efnisflokkar