Á siglingu

Víðir MB 63 var smíðaður í Danmörku árið 1929. Í eigu Ólafs B. Björnssonar, Níels Kristmannssonar og Jóhannesar Sigurðssonar Akranesi, frá 15. nóvember 1930. Árið 1935 var báturinn seldur til Suðurnesja. Myndin er því tekin á þessu tímabili. Síðar var báturinn seldur norður til Skagastrandar og svo til Vestmannaeyja. Hét Víðir þar til hann var seldur til Hafnarfjarðar árið 1952. Þá fékk hann nafnið Jóhannes Einarsson GK 347. Talinn ónýtur árið 1967. Lituð svart/hvít ljósmynd.
Hér má sjá myndina í svart-hvítu
Hér má sjá myndina litaða

Efnisflokkar
Nr: 56957 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949