Skeiðarárbrú
Skeiðarárbrú er einbreið stálbitabrú á steyptum stöplum sem spannar Skeiðará á Skeiðarársandi. Framkvæmdir hófust í september 1972 og brúin var vígð 14. júlí 1974. Með henni var lokið gerð hringvegar um Ísland sem markvisst hafði verið stefnt að frá 1967. Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega verður fyrir jökulhlaupum. Brúin er þar að auki lengsta brú Íslands, 880 metra löng, þó upphaflega hafi hún verið 904 m, en brúin styttist þegar skemmdir hlutar hennar voru endurbyggðir eftir hlaupið 1996. Texti af Wikipedia
Efnisflokkar
Nr: 49248
Tímabil: 1970-1979