Prentverk í Borgarfirði

Bæjar- og héraðsbókasafnið var opnað árið 1972 á Heiðarbraut 40. Í kjallara Bókhlöðunnar (húsið gekk undir því nafni) voru sýningar af ýmsum toga, sem stjórn safnsins og forstöðumaður stóðu fyrir. Fyrsta sýningin var "Prentverk í Borgarfirði". Sýningin var opnuð í lok ársins 1972. Þessu hlutverki kjallarans lauk í apríl 1992 og taldi þá listaverkaskrá safnsins 68 verk. Frá vinstri: Kristján Leó Pálsson (1925-), Gunnlaugur Garðar Bragason (1929-2009), Stefanía Eiríksdóttir (1918-1987) forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins og Bragi Þórðarson (1933-2023). Þessir menn skipuðu bókasafnsstjórn á þessum tíma. Á myndina vantar Ólaf J. Þórðarson (1930-2004)

Efnisflokkar
Nr: 41237 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1970-1979