Bæjar- og héraðsbókasafnið

Stefanía Eiríksdóttir (1918-1987) forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins 1970-1980. Í tíð Stefaníu var umdæmi safnsins Akranes og hreppar sunnan Skarðsheiðar. Myndin tekin við opnun safnsins árið 1972 á Heiðarbraut 40 Akranesi. Þegar hún kom til starfa stóð safnið á tímamótum, það var að flytja úr smákytru á lögreglustöðinni Kirkjubraut 8 í nýja glæislega sérhannaða bókasafnsbyggingu. Eina af fáum á landinu. Það kom því í hennar hlut að byggja upp og skipuleggja bókasafnið inn í nútímann. Nafninu var breytt í Bókasafn Akraness árið 2002. Safnið hafði gegnið undir því nafni fyrr á 20. öldinni. Bæjar- og héraðsbókasafns-nafnið var tekið upp með lögum árið 1955 er skipti landinu upp í bókasafnshéruð.

Nr: 40981 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1970-1979