Heilsuskokk

Þessi mynd er tekin síðla árs 1970. Nokkrir starfsmenn Sjúkrahúss Akraness tóku upp á því fyrstir á Akranesi, að hressa uppá heilsuna með skokki, enda manna best meðvitaðir um hvers virði heilsan er hverjum manni. Á myndinni eru frá vinstri: Björgvin M. Óskarsson, Sigurður Ólafsson (1933-2017) forstjóri sjúkrahússins, Gunnar Þór Jónsson læknir, Þóra Ármannsdóttir læknaritari, Sólveig Einarsdóttir og Margrét Ármannsdóttir (1937-2004)

Nr: 17267 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1970-1979 hed00877