Herskip

Mynd af bandarísku flugvélamóðurskipi; einu af 7 skipum af svokallaðri Essex gerð sem var breytt til kafbátaleitar eftir stríð samkvæmt endursmíðaáætlunum sem voru skammstafaðar SCB 27A og SCB 125. Flugmóðurskipin 24 af Essex gerð voru raðsmíðuð í síðari heimstyrjöld og léku lykilhlutverkið í sigri Bandaríkjanna á Japan á Kyrrahafi. Þau voru mörg endurbætt eftir stríð til að fylgja framförum í flugvélatækni. Þau skip sem minnst var breytt voru tekin til kafbátahernaðar í lok sjötta áratugsins og er þetta eitt af þeim. Á myndinni af skutnum sjást skrúfuknúnar kafbátaleitarflugvélar. Skipin 7 af þessari gerð voru Essex (CV9); Yorktown (CV10); Hornet (CV12) Randolph (CV15); Wasp (CV18) Bennington (CV20) og Kearsarge (CV33). Skipin voru tekin úr notkun í upphafi áttunda áratugarins.

Efnisflokkar
Nr: 16407 Ljósmyndari: Ólafur Frímann Sigurðsson Tímabil: 1970-1979 ofs00200