Katanesdýrið

Katanesdýrið á Katanesi á Hvalfjarðarströnd. Var því lýst að það hafi haft hala afar mikinn á að giska þriggja álna langan. Hvítleitt á búkinn og hausinn rauður. Hafi sex stórar klær á hverjum fæti, stuttan kjaft og miklar framtennur fjórar að tölu og hvassar. Eyrun eru löng og lafandi, en þó hafa menn séð það reisa þau beint upp. Sagt var að hvorki hafi það hár né hreistur á húð. Mikið var fjallað um Katanesdýrið á árunum 1874 til 1876. Myndin er teiknuð af Benedikt Gröndal skáldi og náttúrufræðingi.

Efnisflokkar
Nr: 34375 Ljósmyndari: Sigfús Eymundsson Tímabil: Fyrir 1900 oth04800