Sigurfari MB 87

Sigurfari MB 87 var smíðaður í Reykjavík fyrir Þórð Ásmundsson á Akranesi. Árið var 1920. Þann 17. júní 1931 var hann seldur vestur á Flateyri og nefndur Sigurfari ÍS 44. Haustið 1951 var báturinn seldur til Reykjavíkur. Þar var hann skráður sem Sigurfari RE 257. Haustið 1957 var báturinn seldur aftur til Akraness þar sem hann fékk það skemmtilega nafn Þurfalingur AK. Í ágúst 1958 var hann svo seldur til Ólafsvíkur og hét þar Sigurfari SH 43. Ferli hans lauk í lok apríl 1968 þegar hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá.

Efnisflokkar
Nr: 20913 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929 oth02635