Einar Þveræingur MB 23
Einar Þveræingur MB 23 í eigu Bjarna Ólafssonar & Co. Smíðaður árið 1916 í Reykjavík fyrir Bjarna Ólafsson & Co. Seldur í janúar 1928 til Flateyrar. Hélt sama nafni en fékk umdæmisstafina ÍS. Sumarið 1938 var báturinn svo seldur til Patreksfjarðar og nefndur Fylkir BA 253. Seldur lýðveldissumarið 1944 til Reykjavíkur. Hélt Fylkisnafninu en fékk RE. 1949 seldur til Keflavíkur og hét þar Fylkir KE. Sumarið 1954 strandaði Fylkir við Reykjanes og sökk þar. Áhöfnin bjargaðist heil á húfi.
Efnisflokkar