M/s Skjöldur

Þetta er farþega- og flutningaskipið Skjöldur sem var smíðað í Kaupmannahöfn árið 1869. Hingað til lands var skipið keypt árið 1916. Hann var í strandsiglingum og póstferðum á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness á árunum 1918-1922 og ekki er ósennilegt að hann sé að koma úr slíkri för þegar þessi mynd er tekin af honum í Reykjavíkurhöfn. Árið 1922 var skipinu lagt og það rifið nokkrum árum síðar.

Efnisflokkar
Nr: 20891 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929 oth02613