Jóhann Björnsson hreppstjóri

Jóhann Björnsson (1866-1921) var hreppstjóri og útgerðarmaður á Akranesi frá 1905 til dánardægurs 2. janúar 1921. Hann fæddist á Svarhóli í Stafholtstungum 3. apríl 1866. Þegar hann gerðist hreppstjóri keypti hann Georgshús á Akranesi en það stóð á horni Vitateigs og Vesturgötu. Jóhann var kvæntur Halldóru Sigurðardóttur (+1935) frá Neðra Nesi í Stafholtstungum og áttu þau þrjú börn; Björn, Sigurð og Margréti Sigríði. Auk þess ólu þau upp Njál Þórðarson síðar skipstjóra.

Nr: 16758 Ljósmyndari: Sæmundur Guðmundsson [Sæm. Guðmundsson] Tímabil: 1900-1929 oth01208