Björn Jónsson (1846-1912) frá Djúpadal í Gufudalssveit. Stúdentspróf Lærðaskólandum árið 1869. Við laganám og ritstörf í Kaupmannahöfn 1871—1874 og 1878—1883, en lauk ekki lagaprófi. Heimiliskennari hjá Brynjólfi Benedictsen kaupmanni í Flatey 1869—1871. Rak prentsmiðju ásamt blaða- og bókaútgáfu og bókaverslun í Reykjavík. Stofnaði blaðið Ísafold 1874 og var ritstjóri þess að kalla mátti óslitið til 1909. Skipaður ráðherra Íslands 31. mars 1909, lausn 14. mars 1911. Í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1885—1887 og 1907—1909. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1885—1891. Alþingismaður Strandamanna 1878—1880, alþingismaður. Barð. 1908—1912 (Sjálfstfl. eldri). Ráðherra Íslands 1909—1911. Forseti Sameinaðs þings 1909. Samdi Íslenska stafsetningarorðabók sem kom út í fjórum útgáfum (1900—1921) og íslenskaði skáldsögur o. fl. Ritstjóri: Skírnir (1873—1874). Ísafold (1874—1909). Alþingistíðindi (1879 og 1883—1895). Iðunn (1884—1889). Þingvallafundartíðindi (1888). The Tourist in Iceland (1892). Íslenski Good-Templar (1892—1893). Heimilisblaðið (1894—1896). Sunnanfari (1900—1903). Magni (1912).