Gunnar Helgason
Gunnar Helgason (1882-1905) frá Kringlu. Drukknaði á Suðurflösinni með systkinum sínum. Systkinin frá Kringlu voru að koma heim, en þau voru Jón Helgason (28 ára), Gunnar Helgason (23ja ára), Ólafur Helgason (19 ára) og Valgerður Helgadóttir (22ja ára). Bræðurnir höfðu verið að vinna á skútu og Valgerður hafði verið í kaupavinnu í Gufunesi. Á sama skipi drukknuðu fimm aðrir ungir menn, m.a. þrír bræður frá Innsta-Vogi og Arndís Kristjánsdóttir frá Kirkjuvöllum. Suðvestan hvassviðri var þennan dag og gekk með skúrum. Skipið var sexæringur og fórst við Suðurflösina á Breiðinni.
Efnisflokkar