Þemakvöld í Grundaskóla

Frá þemakvöldi. Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993), fyrrum Allsherjargoði Ásatrúarmanna, er þarna trúlega að kveða fyrir nemendur. Sveinbjörn var mikill kvæðamaður og góður hagyrðingur. Kom hann víða fram á samkomum til að flytja eigið efni og annarra. Kunni fjölda mörg kvæðalög og var afar fróður um hina ýmsu bragarhætti sem notaðir hafa verið í gegn um aldir við vísnagerð. Gaf hann m.a út bókina Bragfræði og Háttatal þar sem hverjum bragarhætti er lýst.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 22332 Ljósmyndari: Grundaskóli - starfsmenn Tímabil: 1990-1999 grs00496