Dagmæður á göngu með ungahópana sína

Dagmæðurnar Sonja Ingigerðardóttir og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir í göngutúr með börnin sem dvelja hjá þeim veturinn 2011-2012. Börnin í "strumpastrætó" (amerísk smíði) sem Sonja keyrir eru f.v.: Sara Ósk Kristjánsdóttir (27.10.2010), Ármann Marvin Sigurðsson (30.11.2010), Brynjar Snær Liljuson (13.09.2010), Íris Karenardóttir (26.01.2010), Jófríður Jara Sturludóttir (20.01.2011). Börnin sem eru í kerruvagninum (íslensk smíði) sem Þorbjörg keyrir eru f.v.: Ágústa Ósk Ólafsdóttir (14.02.2010), Albert Hrafn Lúðvíksson (12.07.2010), Viktor Sturluson (12.02.2010) og Ingibergur Hjálmarsson (20.07.2010). Myndin var tekin þann 21. september 2011.

Efnisflokkar
Nr: 31906 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 2010-2019