Akraneskirkja 1897
Akraneskirkja vorið 1897. Í forgrunn eru þvottasnúrur og þvottabali Önnu Sigríðar Björnsdóttur (1864-1939) saumakonu og húsfreyju í Vinaminni. Skammt undan er grjóthrúga og tveir garðar norðan og austan við kirkjuna. Grjót þetta nýttist ekki grunnveggi og kirkjustéttina og var það selt fyrir 30 krónur árið 1897 til að kosta girðingu um lóð kirkjunnar. Til vinstri við kirkjuna sjást Sandabær, Hóll og Hábæirnir en til hægri Gneistavellir, Árnabær og Ólafsvellir.
Efnisflokkar
Nr: 31238
Tímabil: Fyrir 1900