Steingrímur Jónsson

Steingrímur Jónsson (1769-1845) var fyrsti rektor (nefndur lector) Bessastaðaskóla. Hann stýrði skólanum þar til hann gerðist prestur í Odda og síðar biskup. Steingrímur var vígður til biskups í Þrenningarkirkju í Kaupmannahöfn á annan dag jóla árið 1824. Hann kvæntist Valgerði Jónsdóttur ekkju Hannesar Finnssonar biskups en Steingrímur hafði á sínum tíma verið skrifari Hannesar.

Nr: 31089 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: Fyrir 1900