1100 ára afmæli íslandsbyggðar
Kútter Sigurfari að leggjast að bryggju en hann er gjöf frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranes til Byggðssafnsins í Görðum á Akranesi 7. júlí 1974 Kútter Sigurfari er 85 smálesta tvímastra kútter, smíðaður 1885 í Englandi og keyptur til Íslands 1897, en áður var hann gerður út frá Hull. Hann var gerður út til handfæraveiða á Faxaflóa og þótti mikið happaskip. Skipið var selt til Færeyja 1920 og komst þangað eftir að hafa lent í mánaðarlöngum hrakningum á sjó milli landanna. Frá Færeyjum var skipið gert út til 1970 en 1974 var báturinn aftur keyptur til Íslands að undirlagi Jóns M. Guðjónssonar prests á Akranesi. Hann stendur nú á steyptum undirstöðum á safnasvæðinu á Görðum á Akranesi. Texti af Wikipedia
Efnisflokkar
Nr: 57603
Tímabil: 1970-1979