Jón Frímannsson

Jón Frímannsson (1932-2020)
Þessi mynd er tekin á fundi sem haldinn var um húshitunarmál í sal Fjölbrautarskólans þann 28. jan 1993.
Á þessum fundi var kosin undirbúningsnefnd til að vinna að stofnun félags til að vinna með stjórn H.A.B. og bæjaryfirvöldum að bættu ástandi í þeim málum, en þá var mikil óánægja með verðlag á heitu vatni, sölutilhögun og reyndar mörgu öðru, sem snerti þetta mál. Um þennan fund má lesa í Skagablaðinu þann 4. febrúar 1993.
Á myndinni er Jón að bjóða gesti sem voru um 300 talsins velkomna og að flytja framsöguræðuna.

Efnisflokkar
Nr: 16049 Ljósmyndari: Árni S. Árnason Tímabil: 1990-1999 skb02594