17. júní 1991

Sem sjá má í gleraugunum þá situr Gísli Gíslason (1955-) bæjarstjóri að tafli - en þann 17. júní 1991 - tefldi Helgi Ólafsson fjöltefli við 25 Skagamenn við íþróttahúsið á Vesturgötu í sól og blíðu. Sá eini sem sigraði stórmeistarann var Þröstur Þráinsson. Þrír gerðu jafntefli og voru það þeir Árni Ingimundarson, Viðar Másson og Steinn Jónsson.

Nr: 15906 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1990-1999 skb02451