Bárugata 17
Húsið er Bárugata 17. Myndin er tekin af bakhlið þess og sýnir húsið áður en því var breytt. Þriðja hæðin var aðeins yfir hluta hússins í upphafi en var stækkuð og á það sett valmaþak, sennilega 1943. Þetta stílhreina hús við Bárugötu var svona í upphafi en hefur tekið miklum breytingum í tímans rás þannig að það er óþekkjanlegt sem sama hús í dag. Myndin er rétt svona (ekki spegilmynd) enda dyrnar og gluggaskipan á suðausturhlið neðstu hæðar með sama móti í dag og var í upphafi.
Efnisflokkar