Fagranesið kemur að bryggju
Fagranesið var eitt af þeim skipum sem héldu uppi ferðum á milli Akraness og Reykjavíkur. Það var í eigu og undir stjórn Ármanns Halldórssonar. Fagranesið var farþega og flutningaskip sem smíðað var í Molde í Noregi árið 1934 fyrir Leif Böðvarsson, Ármann Halldórsson og fleiri á Akranesi. Skipð var svo stækkað árið 1939 og mældist eftir það 70 brt. Skipið sinnti póst-, vöru- og farþegaflutninum á milli Akraness og Reykjavíkur á árunum 1934 - 1942. Þessi mynd hlýtur því að vera tekin einhvern tímann á þessu árabili. Árið 1942 var skipið selt til Ísafjarðar þar sem það var notað til sömu verka og í Faxaflóa. Í þetta sinn um Djúpið og víðar um Vestfirði. Skipið eyðilagðist í bruna árið 1963.
Efnisflokkar