Undir róðurinn

Þeir eru að athuga netin sín undir róðurinn þessir tveir Akurnesingar á myndinni. Því að á Akranesi er mikið róið, eða réttara sagt „stímað", því að nú eru gömlu róðrarbátarnir úr sögunni þar sem víðast annarsstaðar. Akranes er sá staður utan Reykjavíkur, sem hefur eflst einna hraðast á undanförnum árum, og nú eru hafnarskilyrði orðin svo bœtt þar, að þau styðja að auknum fiskveiðum, og hraðfrystihús og niðursuða er þar líka. Og á hinn bóginn rækta Akurnesingar landið kringum sig, svo að framfarirnar eru bæði til sjós og lands.

Efnisflokkar
Nr: 7047 Ljósmyndari: Þorsteinn Jósepsson Tímabil: 1930-1949 oth00030