Björn H. Björnsson með fálka
Þetta er Björn H. Björnsson (1932-) þáverandi varðstjóri í lögreglunni á Akranesi með fálka, sem fannst veikur á Akranesi. Eftir nokkra aðhlynningu var farið með fuglinn til Reykjavíkur, á Náttúrufræðistofnun, þar sem hann komst til heilsu og var síðan sleppt. Myndin er tekin í febrúar 1966.
Efnisflokkar