Helgi Daníelsson

Á myndinni er Helgi Biering Daníelsson (1933-2014) lögregluvarðstjóri á Akranesi, í hólmanum við Ytra-Hólm, en þar ráku á land tólf 25 lítra plastbrúsar fullir af Vodka. Þeim var varpað fyrir borð í neti, trúlega af togara, sem var koma úr söluferð erlendis frá. Voru þetta um 300 lir. af vodka. Myndin er tekin 12. apríl 1970 og er hægt að lesa nánar um þetta mál í grein Helga Daníelssonar í bókinni: Lögreglan Íslandi, sem gefin var út 1997 á bls. 581.

Efnisflokkar
Nr: 5822 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1970-1979 hed00678