Vesturgata

Tveir vegheflar mætast á Vesturgötu á móts við hús númer 76 og 78, þ. e. Þórshamar og Ás. Húsgaflinn á miðri mynd upp af heflinum tilheyrir Vesturgötu 77, þ. e. Sandvík. Næst til vinstri á myndinni er „Búðin“. þ.e. verslunarhúsnæði sem í fyrstu hýsti Verslun Árna Böðvarssonar og því næst Verslunina Brú, sem Oddur Sveinsson átti og rak. Annars eru heflarnir sjálfir nógu forvitnilegir; þetta eru einhvers konar yfirbyggðir og aðlagaðir traktorar að því er sýnist. Sýning Árna Böðvarssonar 2004

Nr: 5364 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 ola00682