Hermenn

Breskir hermenn sinntu gæslustörfum við Elínarhöfða í Kalmansvík. Hér var sennilega um að ræða einhvers konar strandvörslu þar sem menn gáðu til skipa á hafi úti. Vistin var eflaust köld á vetrum enda menn kappklæddir. Sagnir herma að konur á Akranesi hafi séð aumur á hermönnunum þar sem þeir þóttu illa klæddir. Prjónuðu þær handa þeim vettlinga og laumuðu að þeim. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 5161 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 ola00519