Hermenn

Hópar breskra hermanna ganga eftir reglum vinsti umferðar í takt með riffla um axlir undir forystu liðsforingja upp Skólabraut á Akranesi. Myndin er tekin í blíðskaparveðri fyrir hádegi, sennilega sumarið 1940 eða 1941. Ljósmyndarinn Árni Böðvarsson hefur smellt af vél sinni af annari hæð gamla sparsjóðsins sem stóð við götuna, en Árni starfaði þar. Hermennirnir sjá greinilega hvar ljósmyndarinn mundar tól sín því margir þeirra líta upp, veifa og brosa. Ungir Skagastrákar fylgast með af athygli þegar hersingin gengur framhjá. Fullorðnir sem mæta dátunum virðast hins vegar láta sér fátt um finnast. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 5158 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 ola00516