Valdimar Briem og fjölskylda

Frá vinstri: Ólöf Briem (1851-1902), Valdimar Briem (1848-1930) vígslubiskup og Ólafur Briem (1875-1930) prestur. Myndin er tekin Stóra-Núpi rétt fyrir jarðskjálftan 1896, því bærinn hrund í jarðskálftanum. Valdimar fæddist á Grund í Eyjafirði. Faðir hans var Ólafur Briem bóndi og smiður á Grund og móðir hans var Dómhildur Þorsteinsdóttir. Hann ólst upp í Hruna hjá Jóhanni Kristjáni Briem föðurbróður sínum sem jafnframt var prófastur í Hruna. Valdimari var veitt Hrepphólasókn árið 1873 en hún var sameinuð Stóra-Núpssókn sjö árum síðar. Þá settist Valdimar að þar. Hann var prófastur í Árnesprófastsdæmi 1896-1918. Þá var hann vígslubiskup frá 1909-1930. Valdimar var mikið sálmaskáld og þýðandi og eru um 80 sálmar eftir hann í sálmabók Þjóðkirkjunnar. Einnig eru tíu sálmar eftir hann í færeysku sálmabókinni.

Nr: 30530 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: Fyrir 1900