Ás - Vesturgata 78

Vesturgata 78, eða Ás. Húsið hlaut nafn sitt af því að Árni Böðvarsson og Sigurður Símonarson byggðu það í sameiningu 1920. Viðbyggingin til hægri var verslunarhúsnæði. Þar var fyrst Verslun Árna Böðvarssonar, en síðar hóf Oddur Sveinsson verslunarrekstur þar og nefndi fyrirtæki sitt Verslunina Brú. Ekki var verslun í húsnæðinu eftir að Oddur flutti upp á Kirkjubraut. Húsið til hægri er Vesturgata 78b (Setberg).

Efnisflokkar
Nr: 4801 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1930-1949 ola00108