Heimaskagabruninn

Laugardag um miðjan júlí 1957 í fögru sumarveðri braust út mikill eldur í efri hæð húsins. Þar voru geymd veiðarfæri, umbúðir o.fl. en hvalkjötsfrysting fór fram á neðri hæðinni sem varð ekki fyrir verulegu tjóni. Eldurinn stóð ekki lengi en allt brann þarna án þess að við yrði ráðið eins og myndin sýnir. Margir fylgdust með þessum atburði m.a. gestir á fyrsta norræna vinabæjarmótinu, sem fram fór þess daga á Akranesi og má greina nokkra þeirra á myndinni.

Heimild: Guðmundur Vésteinsson.

Efnisflokkar
Nr: 4910 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969 ola00332