Flugvél í Lambhúsasundi 1934

Dr. Light og Wilson stýra flugvél sinni á Lambhúsasundi, áttaviltir og ringlaðir eftir mikla svaðilför frá Ammassalik í Grænlandi. Í dagbók sinni lýsir dr. Light því hvernig þeir leituðu að bauju til að binda flugvélina við, og að Akurnesingar hefðu sett út árabát og róið að vélinni. Árabáturinn sést vel á myndinni, og „flotholtið“ fyrir framan vélina gæti verið pokaskjattinn sem Wilson siglingafræðingur greip í.

Efnisflokkar
Nr: 4754 Ljósmyndari: Ólafur Frímann Sigurðsson Tímabil: 1930-1949 ofs00045