Flugvél í Krókalóni
Heinkel HE8 flugvél Dr. Lauge Koch og félaga í fjöruborðin við Krókalón. Að minnsta kosti tveir úr áhöfninni eru um borð og vélin annað hvort nýkomin eða verið að undirbúa brottför eftir stuttan stans á Akranesi. Flugvélin var rauð á litinn, efl aust til að hún sæist betur í ísaumhverfi Grænlands og danski fáninn „Dannebrog“ málaður á stél hennar. Enginn þurfti því að veljast í vafa um hverjir væru hér á ferð enda spenna í samskiptum Dana við aðrar þjóðir og þá einkum Norðmenn, vegna deilna um yfirráð yfir Grænlandi.
Efnisflokkar