Kjartan Helgason.
Kjartan Helgason (1898-1982) var aflakló og einhverju sinni landaði hann mikilli stórlúðu og þóttu undur að hann gæti innbyrt hana á gamals aldri. Um það birtist frétt eftir Odd Sveinsson í Morgunblaðinu á sínum tíma ásamt ljósmynd af kappanum og lúðunni. Sá er munur á Kjartani og gamla manninum í sögunni hans Hemingways, að Kjartan landaði feng sínum ósködduðum. Myndin er tekin vorið 1970.
Efnisflokkar