Akraborgin.

Fyrsta Akraborgin, smíðuð í Marstal í Danmörku 1956. Elsta Akraborgin sem varð mörgum kær. Gluggarnir á hvíta fletinum vissu að gangi meðfram farþegarými því sem mest var notað. Þar undir var annað farþegarými fyrir svefnpurrkur og sjóveika. Ef gerði mikinn sjó og aldan varð kröpp var gott að standa ofarlega fyrir miðju skipi á stigapallinum fyrir framan strompinn, á bak við stýrishúsið! Og halda sér í handriðið þar uppi. Þetta reyndist mér sjóveikum drjúgt og kenndi mér Denni á Suðurgötu 100. Þ.e.a.s. Sveinn Jóhannsson, mikill trommuleikari og sonur Sigríðar „söng“ Kristínar Sigurðardóttur og Jóhanns B.Guðnasonar.

Efnisflokkar
Nr: 4349 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 1960-1969 frh00752