Laufabrauðsbakstur

Laufabrauðsbakstur á Jaðarsbraut 11. Á myndinni eru eru Bára og Hafdís Daníelsdætur og á milli þeirra Sigrún Biering Helgadóttir (1920-1990) móðursystir þeirra. Sigrún vann í mötuneytinu á Vífilstöðum Sigrún var yngst dætra Guðrúnar Sigfúsdóttur og Helga Ólafssonar á Borgum í Grímsey, þar sem hún var ailin upp. Hún kom stundum til systur sinnar á Akranesi til að baka laufabrauð, enda var snillingur í þeirri grein, sem og svo mörgu öðru sem tengdist bakstri og matargerð. Bára vann um árabil í Bókasafni Akranesi. Hún lést 26. ágúst 1975, aðeins 40 ára, frá fjórum ungum börnum. Maður hennar var Halldór Karlsson, sem um árabil átti og rak Glerslípun Akraness. Hafdís er enn starfandi í Bókasafni Akranesi og hefur starfað þar til fjölda ára. Hún er ekkja eftir Helga Andrésson fyrrum lögreglumann og rafvirkja.

Nr: 4179 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1960-1969 hed00326