Á sjó
Þetta er Sigurður Már Einarsson og Haraldur Bjarnason. Á þessari mynd er Haraldur að bogra við að draga grásleppunet á "Þembunni", norðan við Skagann. Með honum Árni Sigurðsson (Elíassonar á Vesturgötunni). Báturinn var í eigur föður Haraldar, Bjarna Kristóferssonar og Guðna Eyjólfssonar frænda hans. Þeir keyptu hann á síldarárunum norður á Siglufirði af norskum sjómönnum. Þetta var mjög stöðugur bátur, enda breiður. Hann var alla tíð gerður út til grásleppuveiða úr Götuhúsavör. Þessi mynd er líklega tekin upp úr 1970.
Efnisflokkar