Útsýni úr kirkjuturni

Skemmtileg mynd. Sennilega tekin á stríðsárunum, sbr. herbílana undir barnaskólaveggnum. Skólahúsið brann í desember 1946. Leikfimis/handavinnuhúsið lengst til hægri er sennilega nýbyggt þarna, enda leifar af spýtnabraki o.þ.u.l. á þaki hjólaskýlisins. Á litlu rakarastofunni sýnist mér standa „ARI RAKARI“, en Ari Guðjónsson var þarna með sína stofu um tíma, og var þar enn þegar ég [Árni Ibsen] fór fyrst til rakara laust upp úr 1950, sennilega 1952 eða 1953. Geirlaugur Árnason tók við stofunni af Ara, sem þá flutti sig um tíma á Kirkjubraut 2 áður en hann fór til Reykjavíkur og rak eftir það stofu innarlega á Grettisgötu. Rétt er að á þaki rakarastofunnar stendur A.B.S. RAKARI.

Efnisflokkar
Nr: 4035 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00042