Gamla tukthúsið

Ekki þótti eftirsóknarvert að gista þetta skelfilega hús, en heyrðust margar sögur af ömurleika þess. Hver vistun þarna var á vitorði allra bæjarbúa og sögur fóru af tilvistarlegum skelfingarópum sem ómuðu úr svartamyrkri tyftunarhússins um gervallt nágrennið. Hússkrifli þetta stóð ofanvið þar sem reist var seinna verslunarhúsið Skagaver eða upp við garðinn að Kirkjubraut 58

Nr: 3959 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1960-1969 hed00033