B-lið ÍA í Bikarkeppni KSÍ 1969. Liðið komst í aðalkeppnina og lék í átta liða úrslitum gegn fyrstu deildarliði Akureyrar. Akureyringar sigruðu 3-2 eftir framlengdan leik. Þeir jöfnuðu 2-2 á síðustu mínútum leiksins og knúðu fram framlengingu. Þeir áttu síðan eftir að vinna keppnina eftir tvo sögufræga úrslitaleiki við A-lið Akurnesinga.
Aftari röð frá vinstri: Hörður Ragnarsson (1949-2021), Jón Ægir Jónsson (1951-2002), Jón Gunnlaugsson (1949-), Guðmundur Hannesson (1947-), Guðmundur Sigurðsson (1935-), Gunnar Sigurðsson (1946-) og Eyjólfur Harðarson (1950-)
Fremri röð frá vinstr: Andrés Ólafsson (1951-), Gunnar Magnússon (1952-), Ólafur Grétar Ólafsson (1948-), Pétur Sævar Hallgrímsson (1950-2006), Friðjón Edvardsson (1948-) og Magnús Magnússon (1948-).